15. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 24. nóvember 2011 kl. 09:02


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:02
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:02
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:02
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:02
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:02
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:02

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 11:45
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerðum 12., 13. og 14. funda nefndarinnar. Gerðardrög 12. fundar voru samþykkt með breytingum. Gerðardrög 13. og 14. funda voru samþykkt án athugasemda.

2) Álagning kolefnisgjalds á kol, koks, rafskaut og deig til rafskautagerðar. Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar mættu Magnús Garðarsson, Helgi Björn og Friðbjörn Garðarsson frá Íslenska kísilfélaginu ehf., Hákon Björnsson frá Thorsil ehf. og Einar Þorsteinsson frá Elkem Íslandi ehf. Gestirnir kynntu nefndinni möguleg áhrif álagningar kolefnisgjalda á kolefni af jarðefnauppruna í föstu formi. Að því loknu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

3) 138. mál - matvæli Kl. 10:18
Á fund nefndarinnar komu Ragnheiður Héðinsdóttir frá Samtökum iðnaðarins og Lárus Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) EES-mál - Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2010/30, orkumerkingar á rafvörum. Kl. 10:42
Á fund nefndarinnar komu Lárus Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu og Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins. Gestirnir kynntu nefndinn afstöðu sína til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

5) 7. mál - efling græna hagkerfisins á Íslandi Kl. 11:06
Á fund nefndarinnar komu Lárus Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu, Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Friðrik J. Arngrímsson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna og Örn Pálsson frá Landsambandi smábátasjómanna. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.
Eftirfarandi gögn voru lögð fram á fundinum:
- Súlurit sem sýnir meðalverð á gasolíu USD/Tonn.
- Graf sem sýnir hlutfall olíukostnaðar af tekjum útgerðar 1986 til 2010.

6) Önnur mál. Kl. 11:47
Nefndin ræddi dagskrá næsta fundar og hugmyndir um framhald meðferðar 138. og 61. þingmála.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.
ÓÞ var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
MSch var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
BVG var fjarverandi vegna fundar fjárlaganefndar.

Fundi slitið kl. 11:51